Segir smálánafyrirtækin vera samfélagsmein sem þurfi að losna við

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur falið lögmanni að skoða lagalega stöðu einstaklinga gagnvart smálánafyrirtækjum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ragnar segir smálánafyrirtækin færa sér neyð þeirra verst settu í nyt með ágengri markaðssetningu ” við getum til dæmis ímyndað okkur einstætt foreldri á heimili með tvö eða þrjú börn þar sem peningarnir eru búnir, vika er til mánaðarmóta og enginn matur í ísskápnum og þá kemur allt í einu sms um að þú getir fengið 40.000 krónur hjá smálánafyrirtækinu og þá byrjar vítahringurinn, þetta er samfélagsmein sem þarf að skera í burtu, af því að þarna er verið að notfæra sér og hagnast á neyð þeirra sem eru verst settir“segir Ragnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila