Segir sósíalista hlakka til að takast á við borgarmálin

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands

Borgarfulltrúar sósíalista eru fullir tilhlökkunar að takast á við þau krefjandi verkefni sem koma á borð þeirra innan veggja ráðhússins.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar segir að ekki liggi neitt á því að minnihlutinn stilli saman strengi og góð stemning sé í herbúðum sósíalista „ég held þeim hlakki bara að takast á við meirihlutann, og það skemmir ekki að meirihlutinn er sundurtættur hópur“, segir Gunnar.
Gunnar segir að heillavænlegra hefði verið fyrir Vinstri græna að standa utan við meirihlutann „þegar flokkur er kominn í þá slæmu stöðu sem hann er, þá er oft betra að hvíla flokkinn og vera í stjórnarandstöðu en það gerðu þeir ekki, það sama á við um Samfylkinguna, ég er viss um að það hafa verið raddir innan hennar sem hafa hugsað sem svo að það væri komið gott en það vildi forystan alls ekki, Dagur talaði þannig alveg frá fyrsta degi“, segir Gunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila