Segir stjórnarskrármálið ekki þinginu til sóma

pawelPawel Bartozsek þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður segir að vinnubrögð Alþingis hafi ekki verið þinginu til sóma eftir að stjórnlagaráð hafði skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá. Pawel sem var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur í þættinum Báknið burt í dag segir að þau vinnubrögð að hafa sett málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og ætlað síðan að gera breytingar á skjalinu eftir það séu óásættanleg. Hann segist sjálfur hafa frekar verið fylgjandi breytingum á ákveðnum köflum þeirrar stjórnarskrár sem í gildi er fremur en að skrifa nýja frá grunni „það var bara ekki stemning fyrir því innan ráðsins svo það var ákveðið að gera þetta svona„.segir Pawel. Þátturinn verður endurfluttur klukkan 23:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila