Segir stjórnmálamenn vanrækja Suðurnesin

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður og óperusöngvari.

Stjórnmálamenn virðast gleyma að Suðurnesin séu partur af Suðurkjördæmi og vanrækja þá landsmenn sem búa á svæðinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings, yfirtollvarðar og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn bendir á að ef til vill væri heppilegra að skilgreina Suðurnesin sem hluta af höfuðborgarsvæðinu fremur en Suðurkjördæmi “ hagsmunir okkar á Suðurnesjum fara alls ekki saman við hagsmuni þeirra sem búa í Rangárvallasýslu, Hvolsvelli eða höfn, ég skilgreini mig sem stórhöfuðborgarsvæðisíbúa, ég skilgreini Suðurnes ekki sem part af landsbyggðinni, þetta er bara úthverfi borgarinnar, ég held að við ættum að breyta kjördæmunum, t,d Kraganum sem væri hægt að skipta upp, ég finn að hagsmunir okkar á Suðurnesjum eru alltaf fyrir borð bornir af því Suðurkjördæmið ræður, það búa jafn margir á Suðurnesjum og á Suðurlandi en þegar þú talar við þingmenn kjördæmisins er eins og þeir haldi að það sé bara Suðurland„,segir Guðbjörn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila