Segir stjórnvöld þurfa að móta skýrari og afdráttarlausari stefnu í málum hælisleitenda

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari.

Stjórnvöld þurfa að móta skýrari og afdráttarlausa stefnu í málefnum hælisleitenda ef ekki á illa að fara. Þetta segir Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Páll bendir á að til dæmis megi taka á málum gagnvart  þeim aðilum sem koma hingað til lands undir þeim formerkjum að vera hælisleitendur en uppfylli ekki þau skilyrði “ að flugfélögum sem flytji hingað flóttamenn sem standi ekki undir nafni verði gert að flytja þá til baka á sinn kostnað, þá verður vandamálið miklu einfaldara, það þarf að vera með bein í nefinu til þess að taka á þessu og það hefur ekki verið bein í nefi stjórnvalda í þessum málum„,segir Páll.

 

Athugasemdir

athugasemdir