Segir styrki til stjórnmálaflokka vera misnotkun á almannafé

Gunnar Smári Egilsson frá Sósíalistaflokki Íslands.

Stjórnmálamenn og flokkar misnota aðstoðu sína og almannafé til þess að koma sjálfum sér á framfæri.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar frá Sósíalistaflokki Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar bendir á að lengi framan af kosningabaráttunni hafi kosningabarátta Samfylkingarinnar einkennst af misnotkun á almannafé og aðstöðu “ það voru teknar myndir af Degi hingað og þangað vera að skrifa undir samninga og það er jafnvel dæmi þess að Dagur hafi gert samninga við undirmenn sína og teknar myndir af því, þetta er ekkert annað en misnotkun á undirmönnum sínum, og allt þetta fé sem notað er í baráttuna og fengið úr ríkissjóði, þetta er ekkert annað en misnotkun á almannafé„,segir Gunnar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila