Segir svarta hagkerfið viðvarandi vandamál

bjarnibenfrettaBjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir svarta hagkerfið vera viðvarandi vandmál. Bjarni sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að farið hafi verið í aðgerðir til þess að taka á skattundanskotum með því að kortleggja ákveðin svið, og fara í heimsóknir á vinnustaði, en hægt sé að gera meira “ ég bendi bara á það að eftir því sem skattar eru lægri og sanngjarnari þá verður hvatinn minni og þetta minna vandamál, en við eigum að tryggja að allir spili eftir sömu leikreglum í þessu landi„,segir Bjarni.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila