Segir það ekki vera umræðunni til hagsbóta að persónugera hlutina

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og þriggja annara flokka gegn ferðabanni Donald Trump afar sérstaka þar sem yfirvöld hérlendis hafi þegar tjáð sig um málið. Þá segir Guðlaugur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag að gagnrýni sumra þjóðarleiðtoga á stjórnunarhætti bandaríkjaforseta ekki þeim til framdráttar „ég segi bara fyrir sjálfan mig að þegar ég er að gagnrýna þá ræði ég um efni máls en ekki einstaka persónur nema það sé eitthvað mjög sérstakt, í samskiptum lýðræðisríkja geturðu auðvitað haft allar skoðanir á því fólki sem er kosið en ég held að það sé ekki málstaðnum eða umræðunni til hagsbóta að persónugera hlutina„segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór verður endurflutt í kvöld kl.22:00

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila