Segir Þingvelli ekki eins fagra þegar rýnt sé í sögu þeirra

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.

Menn hafa horft á Þingvelli í einhvers konar rómantískri glýgju í gegnum tíðina sem þegar betur er að gáð hafa ekki eins fagra sýn þegar rýnt er í söguna. Þetta var meðl þess sem fram kom í máli Dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólína bendir á að skelfilegir atburðir hafi átt sér stað á þingvöllum “ þarna var auðvitað dómþing og þarna var fólk dæmt til dauða, því var drekkt og það hálshöggvið, jafnvel án þess að menn vissu í raun hvaða lög væru í gildi í landinu, þetta auðvitað mjög blóði drifin saga, og þessi staðsetning hátíðarfundar Alþingis nú er óþægileg þegar litið er til þessarar sögu„,segir Ólína. Í þættinum ræddi Ólína sögu Alþingis og fullveldisins, og einnig ræddi hún um stjórnarskrármálin. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila