Segir Þórdísi Kolbrúnu hafa styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins

Ragnar Önundarson.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur styrkt sína stöðu innan Sjálfstæðisflokksins verulega með því að hafa verið falið að taka við embætti dómsmálaráðherra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Önundarsonar viðskiptafræðings og fyrrverandi bankamanns í þættinum Annað Ísland í dag en hann var gestur Gunnars Smára Egilssonar. Ragnar sem einnig er flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum segir að það sé ekki ólíklegt að Þórdís sé framtíðar formannsefni flokksins, þó ekki sé enn ljóst hvort hún hafi áhuga á því “ en nú hefur Guðlaugur lagt upp í hringferð um landið, það er stutt í næsta formannsval svo þetta er svolítið merkilegt„,segir Ragnar. Hvað framtíð Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Ragnar “ kötturinn hefur níu líf en Sigríður tíu, hún á eftir að koma aftur, svo ég hef engar áhyggjur af því„. Hlusta má á þáttinn Annað Ísland í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila