Safnar fyrir útgáfu bókar um lífshlaup Ellu Dísar

ellaogragnaRagna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, ungrar langveikrar stúlku sem lést langt fyrir aldur fram segir að það sé brýnt á að þeir aðilar sem koma að málum langveikra barna sýni meiri skilning á þeim aðstæðum sem foreldrar langveikra barna eru í. Ragna sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segist ekki farið varhluta af skilningsleysi í hennar garð þegar hún í örvæntingu reyndi að leita leiða til þess að dóttur hennar liði sem best “ ég man eftir neikvæðri gagnrýni um að ég væri að taka rangar ákvarðanir en í þrjú ár svaf ég ekki nema 2-3 tíma og var alltaf hrædd um að vakna við að dóttir mín væri farin, að lifa svona dag eftir dag og upplifa öll áföllin, sjá hana þjást svona og blána, geta ekkert gert til þess að taka sársaukann frá barninu sínu, auðvitað skerðir þetta getu þína til þess að fúnkera„segir Ragna.

Safnar fyrir útgáfu bókar um sögu Ellu Dísar

Ragna hefur nú hrundið af stað söfnun á Karolinafound, en söfnunarféð fer í útgáfu bókar þar sem saga Ellu Dísar verður sögð. Ragna greindi frá því í viðtalinu í morgun að með útgáfu bókarinnar vonast hún til þess að reynsla hennar og Ellu Dísar verði öðrum lærdómur, en Ragna áætlar að söfnunarféð dugi til þess að gefa út 1000 eintök af bókinni. Þeir sem vilja styrkja útgáfu bókarinnar er bent á að smella á hlekk hér fyrir neðan fréttina en einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning 1161-26-183 og er kennitalan 210180-3629.

Smelltu hér til þess að styrkja verkefnið í gegnum Karolinafound

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila