Segir umhugsunarefni að útlendingalögum sé varpað í fangið á næstu ríkisstjórn

mthorMagnús Þór Hafsteinsson ritstjóri, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður segir umhugsunarefni að sitjandi þing hafi samþykkt útlendingalögin í ljósi þess að þau eigi ekki að taka gildi fyrr en í janúar á næsta ári. Magnús sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni veltir fyrir sér hvers vegna það hafi verið gert “ af hverju var þetta gert svona, var það gert til þess að forðast að þetta yrði að kosningamáli til að mynda í kosningunum sem eiga að fara fram í haust?, ég veit það ekki en hvað liggur þarna að baki?„,spyr Magnús. Þá veltir Magnús einnig fyrir sér hvers vegna þögn hafi ríkt um málið á meðan það rann í gegnum þingið gagnrýnislaust og segir málið það viðamikið að ítarleg umræða hefði átt að fara fram í þinginu um málið „ þarna er um að ræða mál sem skiptir miklu máli til framtíðar og hefði átt að fá að sjálfsögðu að fá mjög ítarlega og vandaða umræðu í þinginu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila