Segir undarlegt að Vífillstaðir hafi verið seldir án þess að undanskilja lóð undir þjóðarsjúkrahús

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir það undarlegan gjörning að selja land Vífilsstaða til Garðabæjar án þess að skilja eftir spildu undir þjóðarsjúkrahús. Sigurður sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar segir að í ljósi þess að salan hafi farið fram í skjóli páskahlé þingsins hafi hann kallað eftir að umræða fari fram um söluna innan þingsins og gefur lítið fyrir útskýringar ríkisstjórnarinnar “ því það er bráðnauðsynlegt að þingmenn fái tækifæri á að segja sinn hug til þessa gjörnings og málið fái einhverja umræðu„,segir Sigurður.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila