Segir úrræði ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum ungs fólks gagnast fáum

holmsteinnHólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda segir úrræði ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum ungs fólks sem kynnt var í vikunni aðeins gagnast fámennum hópi fólks. Hólmsteinn sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun ræddi meðal annars um hverjum úrræðin gagnist „ þetta gagnast þeim sem að hafa tök á því að leggja út einhverja veglega útborgun og taka óverðtryggt lán til skemmri tíma, ekki lengur en til 25 ára, og hafa tök á því að greiða inn á höfuðstólinn árlega, þá getur eignamyndun orðið dágóð á skömmum tíma, en fyrir meirihlutann þá er þetta ekki neitt„,segir Hólmsteinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila