Segir velferðarráðherra afvegleiða umræðuna um hælisleitendur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi.

Velferðarráðherra reynir að afvegleiða umræðuna um hælisleitendur með því að blanda henni saman við umræðuna um innflytjendur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur óháðs borgarfulltrúa í síðdegisútvarpinu á föstudag en hún var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sveinbjörg segir að með því að setja umræðuna um hælisleitendur í samhengi við innflytjendur sem tilheyri öðrum málaflokki sýni Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra tilburði til þöggunar “ ef þetta er tónninn sem ráðherra ætlar að leggja upp með þá er hann klárlega að fara í einhverja þöggun og gera lítið úr þeirri stöðu sem er uppi í samfélaginu í dag hvað þau fjárútlát varðar sem við leggjum út fyrir hælisleitendur„,segir Sveinbjörg.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila