Segir Viðreisn byggja stefnu sína á lygi

hallurhallsfrettaHallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður segist undrast stofnun Viðreisnar þar sem flokksmenn vilja í grunninn að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hallur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir að honum þyki ekki mikil reisn yfir flokknum og stefnumálum hans “ hugsaðu þér það að það skuli gerast árið 2016 á 21. öldinni þar sem fólk á að vera sæmilega upplýst að það skuli koma fram stjórnmálaflokkur sem reisir stefnu sína á lygi eins og Viðreisn gerir, ég verð nú að segja það að mér finnst þessi Viðreisn ansi lágreist„,segir Hallur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila