Segist merkja viðhorfsbreytingu hjá dómstólum gagnvart dýraníði

arni4Árni Stefán Árnason lögfræðingur segir dómstóla hérlendis vera farna að taka dýraníðsmál sem koma dómstóla mun fastari tökum en áður hefur þekkst og segir að ef kemst um þá aðila sem eitrað hafa markvisst fyrir köttum í Hveragerði megi þeir búast við þungum refsingum. Árni sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á tvö nýleg dæmi þar sem einstaklingar fengu á sig þunga dóma vegna dýraníðsmála „ nú eru dómarar farnir að taka sig á og vísa til þess að dýr eru skyni gæddar lífverur, sem er mjög gott, vegna þess að svona var það ekki áður fyrr, mínar rannsóknir á bæði héraðs og hæstaréttardómum sýndu fram á að dómarar höfðu ekki góðan skilning á því hvað sé um að vera þegar svona hræðilegt dýradráp er framið„,segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila