Segja að Assange verði að yfirgefa sendiráðið

Lenin Moreno forseti Ekvador segir ljóst að Julian Assange stofnandi Wikileaks verði að lokum að yfirgefa sendiráð Ekvador í London, þar sem Assange hefur dvalið frá árinu 2011 eftir að hafa verið ásakaðum um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum í Svíþjóð. Assange hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og telur málið vera tilbúning sem ætlað sé að koma því til leiðar að hann verði að lokum framseldur til Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er hefur Wikileaks birt gríðarlegt magn opinberra upplýsinga um yfirvöld víða um heim, sem meðal annars komu upp um stríðsglæpi sem þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum reyndu að halda leyndum. Bresk yfirvöld hafa vaktað sendiráðið þar sem Assange heldur til allt frá því dvöl hans hófst þar í þeim tilgangi að reyna að handaka hann. Fregnir herma að nú þegar sé hafinn undirbúningur að því að bera Assange út úr sendiráðinu með valdi, en þær frásagnir hafa fengið byr undir báða vængi eftir að fréttavefurinn RT birtti myndband þar sem menn sjást bera kassa út úr sendiráðinu sem er sagður innihalda persónulega muni í eigu Assange. Smelltu hér til þess að sjá myndbandið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila