Segja að auka þurfi fjölbreytni og efla sjálfstæði grunnskólanna

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Örn Þórðarson fyrrverandi sveitarstjóri á Hellu.

Mikilvægt er að auka fjölbreytni, bæta skilvirkni og efla sjálfstæði grunnskólanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Arnar Þórðarsonar fyrrverandi sveitarstjóra á Hellu í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur. Marta sem starfað hefur sem kennari um árabil og þekkir því vel til kennslufræða og því umhverfi sem grunnskólar landsins starfa við bendir á hún telji að einstaklingsnám henti betur til kennslu en það kerfi sem notast er við í dag “ það mætti til dæmis einfalda kerfið og tryggja að þau börn sem þurfi stuðning fái þann stuðning, þetta snýst fyrst og fremst um það og það er ekkert dýrara, það hefur verið sýnt fram á það„,segir Marta. Örn segist taka undir orð Mörtu “ það hentar ekki sama lausnin fyrir alla, þannig að ég held að aukinn fjölbreytileiki og sveigjanleiki og nám sem er miðað við einstaklinga þarf ekki að vera dýrara og þarf ekki að vera flóknara„,segir Örn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila