Segja dæmi um að fólk reyni að leyna lesblindunni fyrir sínum nánustu

Guðmundur Johnsen og Dr. Edwin Yager.

Fólk sem er lesblint skammast sín oft fyrir fötlun sína og reynir að leyna henni jafnvel fyrir sínum nánustu af ótta við fordóma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Johnsen og Dr. Edwin Yager í morgunútvarpinu í morgun en þeir voru gestir Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Guðmundur greindi þar frá dæmi þar sem maður hafði rekið fyrirtæki í áratugi þrátt fyrir að hafa ekki getað lesið sökum lesblindu „konan hans vissi af lesblindunni en börnin eða aðrir ættingjar höfðu enga hugmynd um að hann væri lesblindur, það var bara ekkert talað um það„,segir Guðmundur.

Athugasemdir

athugasemdir