Segja jarðskjálfta í Japanshafi ekki tengjast kjarnorkutilraunum

Jarðskjálfti varð á Japanshafi undan ströndum Norður Kóreu í gærkvöldi og mældist um 6 stig. Upptök skjálftans voru 201 km suðvestur af borginni Chongjin. Jamie Davis hershöfðingi hjá Pentagon sagði að jarðskjálftinn væri til kominn ekki vegna kjarnorkusprengjutilraunar á svipuðum slóðum en Pentagon vaktar jarðhræringar á svæðinu vegna kjarnorkutilrauna. Fréttin um jarðskjálftan barst aðeins nokkrum klukkustundum eftir að kjarnorkukafbátur Rússa K-150 Tomsk skaut eldflaug P-700 að æfingarskotmarki á landi í N-Kóreu. P-700 flaugarnar draga 550 km og hægt er skjóta flauginni bæði frá kafbátum, herskipum, auk þess sem þær eru nýttar í venjubundnum landhernaði. Eldflaugarskot Rússa kom í kjölfar tilrauna eldflaugarskots Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna þegar meðaldrægri eldflaug var skotið í THAAD.

Athugasemdir

athugasemdir