Segja kísilver United Silicon vera svikna vöru

Þórólfur Júlían Dagsson og Ólafur Sigurðsson.

Kísilver United Silicon er svikin vara þar sem verið sem byggt var er ekki það ver sem kynnt hafði verið fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Júlians Dagssonar stjórnarmanns Andstæðinga stóriðju í Helguvík og Ólafs Sigurðssonar skiltakarls í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Þórólfur og Ólafur benda á að íbúar hafi verið blekktir af stjórnmálamönnum sem vildu að kísilverið fengi brautargengi í kynningarferlinu og þeir hafi verið líkt og sölumenn fremur en stjórnmálamenn sem eigi að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins ” við erum fyrst að taka þá umræðu núna sem átti í raun að fara fram löngu áður en bygging kísilversins var samþykkt“,segir Ólafur. Í mótmælaskyni ætla aðgerðarhópurinn Skiltakarlarnir að hvetja fólk til þess að hætta viðskiptum við HS Orku sem meðal annars sér kísilverinu fyrir orku ” við erum að byrja þá herferð núna, við vonum að fólk sjái sér fært um að styðja íbúa Reykjanesbæjar með því að taka þátt“,segir Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir