Segja loftárásum lokið í bili

Eins og sjá má á þessari mynd standa byggingar á Mezze herflugvellinum í ljósum logum.

Joseph Dunford foringi herforingjaráðs Bandaríkjahers sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Pentagon fyrir stundu að loftárásum á skotmörk Bandaríkjamanna í Sýrlandi væri lokið og ekki lægju fyrir áætlanir um frekari árásir að svo stöddu. Fram kom á blaðamannafundinum að árásirnar hefði beinst að skotmörkum þar sem Rússar væru ekki með viðveru. Þó hafa borist myndir frá Mezze herflugvellinum í Damaskus ,sem sýna byggingar þar í ljósum logum, en vitað er að Rússar hafa verið með herafla þar. Þá kom fram á fundinum að um eitt hundrað sprengjum og flugskeyti voru notuð í árásunum í kvöld.  Hér fyrir neðan má smella á hlekk þar sem hægt er að fylgjast með atburðunum beint frá sjónvarpsstöðinni Aljazeera.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila