Segja máli borgarfulltrúa til siðanefndar hafa verið stungið undir stól

radhus5Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og flugvallarvina gagnrýna harðlega að tillögu þeirra um að áliti Umboðsmanns borgarbúa varðandi samninga Bílastæðasjóðs og bílastæðanefndar við Miðborgina okkar skuli hafa verið frestað. Í bókun borgarfulltrúa minnihlutans vegna málsins segir meðal annars “ Það er ámælisvert að meirihlutinn í borgarráði treysti sér ekki til að taka tillöguna til afgreiðslu núna þrátt fyrir að hafa haft tvær vikur til að kynna sér hana. Áfellisdómur umboðsmanns borgarbúa er alvarlegur og álit hans á þann veg að full ástæða er til að krefjast frekari rannsóknar á málinu „. Hér fyrir neðan má sjá bókunina í heild:
Það er ámælisvert að meirihlutinn í borgarráði treysti sér ekki til að taka tillöguna til afgreiðslu núna þrátt fyrir að hafa haft tvær vikur til að kynna sér hana.
 
Áfellisdómur umboðsmanns borgarbúa er alvarlegur og álit hans á þann veg að full ástæða er til að krefjast frekari rannsóknar á málinu. Í álitinu kemur fram að umboðsmaður borgarbúa telur það verulega ámælisvert af hálfu bæði Bílastæðissjóðs og bílastæðanefndar að samningar hafi verið gerðir án tillits  til ábendinga hans 10. janúar 2014 en á þeim tíma lá fyrir samningagerð við Miðborgina okkar og að Bílastæðasjóði og bílastæðanefnd hefði átt að vera full kunnugt um ólögmæti samninganna.
Í áliti umboðsmanns borgarbúa segir að samningagerðin, aðdragandi og ákvarðanataka sé í ,,verulegri andstöðu við vandaða stjórnsýsluhætti þar sem hún feli í sér ógagnsætt ferli við meðferð opinberra fjármuna þvert á tilmæli.” Að mati umboðsmanns er sú ráðstöfun brot á 2. gr. siðareglnanna.  
 
Athugunarverð eru viðbrögð meirihlutans við áliti umboðsmanns og hvort eðlilegt geti talist að þeir fulltrúar meirihlutans sem sitja í bílastæðanefnd og eru jafnframt fulltrúar í forsætisnefnd gerist dómarar í eigin sök með að fjalla sjálfir þar um álitið og fella um það dóma en slíkt getur varla talist eðlileg né góð stjórnsýsla.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila