Segja neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna um Norður Kóreu vera tilgangslausa

Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir tíma Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundum um Norður Kóreu vera tímasóun og að enginn tilgangur væri að halda slíka fundi, tími væri kominn til að lára verkin tala. Haley lét þessi ummæli falla í kjölfar eldflaugatilraunar yfirvalda í Norður Kóreu sem var gerð á fösudag en þarlend yfirvöld létu hafa eftir sér að með tilrauninni væri nú komið í ljós að Norður Kórea geti hæft öll þau skotmörk innan Bandaríkjanna sem þau kærðu sig um. Margir hafa áhyggjur af þeim ógnunum sem yfirvöld í Norður Kóreu hafa sýnt í garð ýmissa landa sem þau telji sig eiga sökótt við en yfirvöld í Bandaríkjunum vinna nú að uppsetningu varnarkerfis á Kóreuskaga til að bregðast við hugsanlegum árásum Norður Kóreu.

Athugasemdir

athugasemdir