Segja sáttameðferð leysa mikinn hluta ágreiningsmála milli foreldra

agreiningurInnanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um árangur af meðferð sáttameðferðar en með breytingum á barnalögum árið 2012 var lögfest það nýmæli að foreldrar eru skyldugir til að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál vegna forsjár og fleira. Í skýrslunni segir að með þvingaðri sáttameðferð takist í miklum meirihluta tilfella að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem upp koma milli foreldra í forsjár og umgengnismálum. Athygli vekur að þeir sem hafa farið í slíka sáttameðferð segja reynslu sína af slíkum meðferðum ekki vera í neinu samræmi við niðurstöður skýrslunnar, bæði gangi það seint og illa að koma á slíkri meðferð þar sem annað foreldrið hreinlega mæti ekki og yfirleitt sé ágreingurinn svo djúpstæður þegar til sáttameðferðar kemur að lítill vilji sé til sátta. Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi Innanríkisráðuneytisins sagðist í samtali við Útvarp Sögu ekki hafa skýringar á þessu misræmi reynslu foreldra og niðurstöðum skýrslunnar og vísaði til þess að tölurnar væri fengnar frá sýslumannsembættum landsins.

Smelltu hér til þess að skoða skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila