Segja yfirvöld sýna fötluðum börnum lítinn skilning þegar kemur að menntun

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og Ásta Kristrún Ólafsdóttir kennari og sálfræðingur.

Sýna þarf fötluðum börnum meiri skilning þegar kemur að menntun en gert er í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur kennara, sálfræðings og móður fatlaðs drengs og Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en þær voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur. Ásta bendir á að fötluðum börnum líði oft illa þegar þau eru sett í bekk með heilbrigðum nemendum, enda sé geta fatlaðra barna oft minni en ófatlaðra til þess að takast á við erfitt nám takmörkuð, sé fötlun þeirra þess eðlis. Kolbrún bendir á að heppilegra væri að vera með sterka sérskóla í stað skóla án aðgreiningar “ það þarf að laga þetta, segja stopp og spyrja sig hvað þarf til þess að öllum börnum líði vel„,segir Kolbrún. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila