Sex féllu í árás Bandaríkjanna á flugvöll Sýrlandshers

Sex menn, þar af fjórir hermenn féllu í árás bandaríkjahers á Shayrat flugvöll í nótt. Árásin var gerð í kjölfar efnavopnaárásar sem bandaríkjamenn telji að Assad Sýrlandsforseti beri ábyrgð á. Bandaríkjamenn segja að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá Shayrat flugvelli sem nú eru rústir einar eftir flugskeytaárásina. Rússar hafa þegar fordæmt árás bandaríkjamanna og segja hana vera brot gegn alþjóðalögum, auk þess sem hún hafi verið gerð á röngum forsendum. Haft er eftir Dimitry Peskov talsmanni Vladimirs Putin forseta Rússlands að þetta skref Bandaríkjanna komi til með að skaða samband Rússlands og Bandaríkjanna.

Athugasemdir

athugasemdir