Sex sækja um stöðu landlæknis

Sex hafa sótt um stöðu Embætti landlæknis en staðan var auglýst laus til umsóknar á síðasta ári. Umsóknarfrestur rann út þann 4.janúar síðastliðinn. Sérstök nefnd um hæfi umsækjenda verður nú falið það hlutverk meta hæfni þeirra einstaklinga sem sótt hafa um og í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra skipa nýjan landlækni. Eins og venja er mun ráðherra skipa í embættið til næstu fimm ára. Þeir sem sóttu um stöðuna eru:
Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala
Arna Guðmundsdóttir, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur
Bogi Jónsson, læknir við bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Norður Noregi
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvardháskólans í Boston
Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins
Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Athugasemdir

athugasemdir

Deila