Síðdegisútvarpið: Baráttan um auðlindirnar, völdin og fjármagnið

Djúpríkið og glóbalistar svífast einskis þegar kemur að því að sölsa undir sig auðlindir, völd og fjármagn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í síðdegisútvarpinu í dag. Í þættinum þar sem Arnþrúður tók meðal annars við símtölum hlustenda ræddi hvaða aðferðir þessir hópar nota gegn þeim sem hafa skoðanir sem séu ekki þeim að skapi og nefndi hún Hall Hallsson sem að undanförnu hefur verið tekinn fyrir af netníðingum eftir að grein eftir hann birtist í Morgunblaðinu þar sem Hallur tjáir skoðun sína á glóbalisma og hefur í kjölfarið verið úthrópaður “ hans skoðanir hafa fengið þó nokkuð marga til þess að bregðast við, og ekki hafa allir brugðist vel við því sem hann er að skrifa, hann er í raun að skrifa um hverjir séu að skipta heiminum á milli sín, það er ekki bara það að einhverjir ætli sér að eignast Ísland, heldur er það átökin um hverjir ætla að stjórna heiminum“ sagði Arnþrúður. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila