Sigga Kling: Árið 2019 verður ár hreinsunar og uppgjörs

Sigga Kling spákona.

Árið 2019 mun einkennast af hreinsunum og uppgjöri í samfélagslegu tilliti og þjóðin mun standa saman í því að taka á erfiðum málum sem kynnt hefur undir þeirri ólgu sem verið hefur í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Siggu Kling spákonu í síðdegisútvarpinu í dag en Sigga sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur rýndi inn í komandi ár.

Sigur hjá verkalýðsforingjum

Verkalýðsleiðtogar munu vinna sigra á árinu og kjör munu batna og húsnæðismálin komast í betra horf en verið hefur undanfarin ár, þó verða mikil átök á vinnumarkaði áður en markmiðinu er náð. Skerðingar á tekjum lífeyrisþega verða einnig endurskoðaðar á árinu og segir Sigga að hún sjái jákvæðar breytingar á hinum um

Stungið á kýlum

Sigga segir að hún sjái að stungið verði á kýlum sem plagað hafa þjóðina og segir þau mál sem um ræðir tengjast fjármálageiranum, vandamál sem koma upp á fjármálasviðinu mun leiða til lítilsháttar hruns, sem aftur gerir það að verkum að mál verða tekin til gegngerrar endurskoðunar, hrunið muni helst hafa neikvæðar afleiðingar fyrir lífeyrissjóði landsmanna. Hún segir september verða mánuð ákveðins uppgjörs í þeim efnum.

Orkupakki ekki samþykktur

Um orkupakkann segir Sigga að hún sjái að hann verði ekki samþykktur og að röð atvika muni að lokum leiða til þeirrar niðurstöðu

Jákvæðir hlutir gerast í heilbrigðismálunum

Heilbrigðiskerfið réttir úr kútnum og þjónustan þar mun batna. Landspítali verði fundinn nýr staður sem skapar meiri sátt um málið.

Klausturmálið Ólafur Ísleifsson stendur uppréttur

Klaustumálið verður í umræðunni á árinu og við lok málsins mun Ólafur Ísleifsson að lokum standa uppréttur. Sigga bendir á að málið hafi mikil áhrif á fjölskyldur þeirra sem að komu og að oft sé almenningur of fljótur að dæma.

Borgarmálin

Afsagnarhrina mun skekja borgina en sú hrina mun að lokum hafa áhrif inn í landsmálin og útilokar Sigga ekki að afsagnir séu framundan í landsmálunum einnig.

Kirkjan

Kirkjunnar þjónar hræðast að predika hið heilaga orð en kirkjan mun að lokum ná vopnum sínum á ný og fólk innan hennar mun rísa upp kirkjunni til varnar.

Mikið rót á fjölmiðlamarkaði

Mikið rót verður á sviði fjölmiðlunar og segir Sigga að nýr fjölmiðill muni líta dagsins ljós á árinu, en sá miðill tengist öðrum fjölmiðli. Þá segir Sigga að hagur Útvarps Sögu muni vænkast á árinu og að stöðin muni halda áfram að blómstra.

Evran hrynur

Angela Merkel á í miklum vandræðum í embætti á árinu sem verða til þess að hún fer frá völdum, en eftirmaður hennar lendir einnig í vandræðum, en afdrif hans í embætti eru enn ekki ljós. Þau lönd sem hafa evru að gjaldmiðli munu lenda í miklum erfiðleikum á árinu vegna hruns evrunnar sem sé yfirvofandi, og nefnir Sigga Ítalíu sérstaklega í því sambandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila