Sigríður Andersen: „Barnabrúðkaupsmálum yrði vísað til barnaverndaryfirvalda“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Ef upp kæmu mál hér á landi eins og upp hafa komið bæði í Danmöku og Svíþjóð þar sem menn af öðrum trúarhópum kæmu hingað með barnaungar eiginkonur yrði slíkum málum umsvifalaust vísað til barnaverndaryfirvalda. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigríður bendir á að menn geti ekki borið fyrir sig trú sinni til að réttlæta slíkt og að íslensk lög taki á slíku “ hér gilda íslensk lög auðvitað yfir þá sem dvelja hér og búa og barnabrúðkaup yrðu aldrei liðin, hvað sem trúarbrögðin segja þá erum við hér nú með aðskilnað trúarbragða og veraldlegs valds þannig að hér gildir auðvitað bara löggjöf, lög sem Alþingi setur en ekki einstaka trúarhópar, þannig að kæmi upp eitthvað slíkt mál þá væri það auðvitað bara rannsakað sem barnaverndarmál, það er alveg skýrt„,segir Sigríður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila