Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir af sér

Sigríður. Á Andersen dómsmálaráðherra

Sigríður Andersen dómsmálráðherra hefur sagt af sér. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í Dómsmálaráðuneytinu í dag. Afsögn Sigríðar kemur í kjölfar niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu sem birtur var í gær en eins og kunnugt er hefur millidómstigið verið í uppnámi í kjölfar niðurstöðunnar. Hún segir niðurstöðuna hafa komið sér mjög á óvart, en að ljóst sé að nú fari í gang ákveðið ferli sem hún telji mögulegt að persóna sím muni geta valdið ákveðinni truflun, því hafi hún ákveðið að stíga til hliðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir líklegt að ráðherra eða þingmaður úr röðum Sjálfstæðisflokksins muni taka við embættinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist styðja ákvörðun Sigríðar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila