Sigriður Ingibjörg gefur kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík

sigriduringibjorgSigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gefur kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi þingkosningum sem fram fara þann 29.október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigríður sendi fjölmiðlum í morgun. Í tilkynninguni segir Ingibjörg að meðal hennar helstu baráttumála séu að uppbygging Landspítala við Hringbraut verði kláruð, að fjárveiting til heilbrigðisþjónustu verði aukin og að tekið verði skref til gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu. Þá leggur hún einnig áherslu á að hætt verði að skerða krónu á móti krónu í almannatryggingakerfinu og að greiðslur til einstaklinga úr kerfinu verði hækkaðar. Geta má þess að tvær aðrar þingkonur Samfylkingarinnar hafa einnig ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu, þær Valgerður Bjarnadóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila