Símatíminn: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að reka eigin kynlífsdómstóla

Kynlífsdómstólar innan stjórnmálaflokka, meint kynferðisáreiti þingmanna og tvískinnungurinn í umræðuhefðinni var meðal efnis í símatímanum í dag hjá Arnþrúði Karlsdóttur hér á Útvarpi Sögu. Hlustendur ræddu meðal annars um skyndilegt brotthvarf Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar af þingi vegna atviks sem Ágúst Ólafur hefur greint frá þar sem hann hafði reynt að kyssa konu sem hafnaði honum ítrekað. Arnþrúður sagði meðal annars um málið í þættinum að ekki væri rétt af hálfu flokkanna að reka kynlífsdómstóla sem tæki ákvarðanir hvort menn færu af þingi, heldur ættu slík mál heima í höndum lögreglu, enda ættu slík mál heima þar en ekki á borði flokkanna. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila