Síminn rauðglóandi hjá Öryrkjabandalaginu vegna kjarasamninga

Starfsmenn Öryrkjabandalags Íslands hafa haft í nógu að snúast í morgun að svara fyrirspurnum skjólstæðinga sinna vegna kjarasamninganna sem skrifað var undir í gærkvöld. Það kemur sennilega fáum á óvart að fyrirspurnirnar snúa flestar að því hvernig kjarasamningarnir koma öryrkjum til góða, „„Við erum ekkert undrandi á því að fólk hafi samband og vilji vita hvaða áhrif þessir kjarasamningar hafa á okkar fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. „Það er ýmislegt jákvætt í þessum samningum, sýnist mér, og eðlilega hefur fólk væntingar til þess að það skili sér til okkar hóps. Ég hef núna í morgun sett mig í samband við stjórnvöld til að fá skýra mynd af því hvernig „lífskjarasamningurinn“ mun bæta kjör örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður Harpa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila