„Sjálfbærni er framtíðin“

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson sjálfstætt starfandi búvísindamaður.

Sjálfbærni samfélagsins er framtíðin og það virðist vera að það sé að verða ákveðin vakning um það meðal almennings, sem sjá megi á því að búfjárhald í þéttbýli fari vaxandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs R. Dýrmundssonar sjálfstætt starfandi búvísindamanns í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar.  Ólafur segir að yfirvöld og ráðamenn eigi að ýta undir slíka sjálfbærni, til dæmis með því að gera ráð fyrir smábúskap inni á skipulagi “ það þarf viðhorfsbreytingui hjá þeim sem eru að skipuleggja, ef samfélögin ætla að vera sjálfbær þá þurfa þau að setja þetta inn í skipulagið, svo vantar okkur alveg heildstæða byggða og landbúnaðarstefnu„,segir Ólafur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila