Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta og setja 100 milljarða í innviðauppbyggingu

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta og samhliða því að veita 100 milljörðum til uppbyggingar á innviðum samfélagsins, komist flokkurinn til valda eftir kosningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kosningaáherslum flokksins sem birtar voru um helgina. Fram kemur í tilkynningu að flokkurinn ætli að láta bankana fjármagna uppbyggingu innviða, svo sem mennta og heilbrigðiskerfisins þar sem það sé mat flokksins að þeir hafi bolmagn til þess að greiða ríkinu allt að 100 milljónir í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þá ætlar flokkurinn að hækka fæðingarorlofsgreiðslur og að fólk í námi fái sérstakan styrk til þess að framfleyta sér á meðan námi stendur. Einnig ætlar flokkurinn að láta til sín taka í húsnæðismálum ungs fólks og þá er gert ráð fyrir að frítekjumark aldraðra verði hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði, að því er segir í tilkynningunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila