Sjálfstæðismenn kynntu kosningaloforðin fyrir borgarstjórnarkosningar

Frá fundinum.

Sjálfstæðismenn kynntu kosningaloforð flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á kynningarfundi í Iðnó í gær. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn ætla að gera, komist þeir til valda, er að byggja 2000 íbúðir á ári á kjörtímabilinu. Þá segist flokkurinn ætla að taka á umferðarhnútum og stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20%, auk þess sem flokkurinn ætlar að sjá til þess að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Leikskólamál fá einnig pláss á loforðalistanum en flokkurinn segist ætla að stuðla að því að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur. Þá ætlar flokkurinn að fella niður fasteignaskatta á 70 ára og eldri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila