Sjálfstæðismenn samþykkja ríkisstjórnarsamstarf

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hélt fjölmennan fund í kvöld þar sem samþykkt var að Sjálfstæðisflokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Fram kemur í tilkynningu að tillaga flokksráðsins um samstarfið hafi verið samþykkt á fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Með samþykktinni er ljóst að ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur er skrefi nær því að verða að veruleika.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila