Sjávarspendýrum stafar lítil hætta af netaveiðum

Jón Kristjánsson fiskifræðingur.

Sjávarspendýrum stafar lítil sem engin hætta af netaveiðum hér við land og því er ástæðulaust fyrir náttúrverndarsinna að hafa áhyggjur af slíku. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristjánssonar fiskifræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum var meðal annars rætt um áhrif nýrra reglna sem teknar hafa verið upp í Bandaríkjunum sem kveður á um innflutningsbann á fiskafurðum sem veiddar eru með veiðafærum sem talin eru að skaðað geti sjávarspendýr, en þar undir falla meðal annars netaveiðar og fiskeldiskvíar. Jón segir að fullyrðingar skaðsemi netaveiða séu fráleitar og hvað fiskeldiskvíarnar varðar þá séu kvíarnar ekki vandamálið heldur séu það selir, sem ekki skaðist af kvíunum heldur þvert á móti “ hann hefur verið að naga sig inn í kvíar og éta þar fisk og fer svo úr þeim aftur saddur og sæll„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila