Sjö íslensk verk sýnd á norræna danstvíæringnum í Kaupmannahöfn

copenhagenNæstkomandi miðvikudag , 30. nóvember hefst norræni danstvíæringurinn Ice Hot í Kaupmannahöfn.  Þetta er stærsta danshátíð Norðurlanda, sem samtök frá öllum löndunum standa að. Hér á landi er það Sviðslistsambandið Íslands en tvíæringurinn hefur verið haldin frá árinu 2010, fyrsti Stokkhólmi, svo í Helsinki 2012 og Osló 2014. Nú er komið að Kaupmannahöfn og síðast en ekki síst, verður hann á Íslandi 2018. Hátíðin sem eins og fyrr segir ber heitið Ice Hot stendur frá 30.nóvember – 4. desember. Hátíðin dregur að sér fagaðila allstaðar að úr heiminum og er hún „showcase“ fyrir það besta og framsæknasta í norrænum dansi hverju sinni.    5 manna dómnefnd  velur verkin.  Var hún skipuð norrænu fagfólki og sat Katrín Hall, fyrrum stjórnandi Íslenska dansflokksins og nýr stjórnandi Gautaborgardanshópsins, í nefndinni fyrir Íslands hönd en 7 íslensk verk verða kynnt og hafa þau aldrei verið fleiri.

Verkin sem sýnd verða eru eftirfarandi:

Black Marrow Íslenska dansflokksins   http://www.icehotnordicdance.com/performance/black-marrow/
Margrét Sara Guðjónsdóttir með verk sitt Spotted http://www.icehotnordicdance.com/performance/spotted/
Melkorka Magnúsdóttir með Milkywhale http://www.icehotnordicdance.com/performance/milkywhale/
Bára Sigfúsdóttir með The Lover http://www.icehotnordicdance.com/performance/the-lover/

Ásrún Magnúsdóttir með verk sitt Church of Dancy http://www.icehotnordicdance.com/performance/church-dancy-asrun-magnusdottir/
Rósa Ómarsdóttir og Inga Huld Hákonar með verk sitt The Valley http://www.icehotnordicdance.com/performance/the-valley/
Íslenski dansflokkurinn með barnaverki Óður og Flexa halda afmæli http://www.icehotnordicdance.com/performance/loco-kicks-throw-birthday-party/
Þrjú síðast töldu verki verða kynnt í sérstakri dagskrá sem kallast More More More.

Hér má lítar heildar tilkynningu um hátíðina http://us8.campaign-archive1.com/?u=22c24867959cca5ba5d59779a&id=a3a3791efa&e=%5BUNIQID%5D

Næsti tvíæringur verður á Íslandi og er þegar búið að ákveða dagsetningu
Hún verður  12. – 16. desember 2018, í Reykjavík

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila