Sjómaður lést af slysaförum

Banaslys varð um borð í norskum togara undan Suðausturlandi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins sem varð á þriðja tímanum.
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að maðurinn sem var norskur ríkisborgari hafi látist í slysinu en ekki kemur fram hvernig slysið bar að.
Norski togarinn sem um ræðir kom til hafnar í Vestmannaeyjum í nótt. Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila