Skapari Minecrafts óvelkominn í 10 ára afmæli spilsins

Marcus Persson sem hannaði tölvuspilið Minecraft verður ekki boðið í afmælisveisluna 17. maí þegar haldið verður upp á 10 ára afmæli spilsins að sögn Variety. Fulltrúi Microsoft sem keypti fyrirtækið Mojang fyrir 2,5 milljarði dollara árið 2014 segir að Marcus hafi skoðanir og tjái sig á þann hátt sem fyrirtækið getur ekki þolað eða staðið fyrir. M.a. á Marcus að hafa tíst um „gagnkynhneigðan Pridedag“ og sagt að „það sé allt í lagi að vera hvítur“ og að auki talað niðrandi um transpersónur. Fulltrúi Microsoft segir að „skoðanir og fullyrðingar skapara Minecraft endurspegli ekki skoðanir Microsofts né Mojang og séu engan veginn frambærilegar fyrir Minecraft.“ Í nýjustu útgáfu spilsins er búið að taka burtu nafn Marcus Perssons úr textanum. Minecraft er næst mest selda tölvuspilið í heimi. Marcus Persson hefur 3,7 milljónir fylgjendur á Twitter.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila