Skilnaður fólki oft þungbærari en andlát

Ólafur Jóhannsson prestur í Grensáskirkju.

Skilnaður getur oft verið einstaklingum sem ganga í gegnum slíkt ferli þungbærara en andlát. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Jóhannssonar prests í Grensáskirkju í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Ólafur segir að bendir á að þegar skilnaður verður missi fólk oft tengsl við vini sem voru sameiginlegir áður og draumar sem fólk átti um að eyða elliárunum saman renna út í sandinn og upp kemur tómleikatilfinning “ það er náttúrulega mjög ósanngjarnt fyrir þann sem situr eftir og missir úr svona stóran hluta af lífi sínu, missir jafnvel tengsl við vini, oft er það þannig því miður að sameiginlegir vinir þeir einhvernvegin velja annan aðilann og slíta tengsl við hinn, svo getur einnig farið að fólk missi tengsl við hluta af börnum sínum„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila