Skoða þarf hugmyndina um borgaralaun út frá íslenskum aðstæðum

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata.

Hugmyndina um borgaralaun þarf að skoða út frá þeim aðstæðum sem íslendingar búa við og horfa á allar hliðar málsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldóru Mogensen þingmanni Pírata í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Markúsar Þórhallssonar.  Halldóra segir að með borgaralaunum væri í raun að vera breyta grunnkerfum landsins „það þyrfti að skoða þetta út frá mjög mörgum sjónarhornum því þetta myndi breyta svo miklu, til dæmis væri hægt að spyrja hvort við gætum lagt niður lífeyrissjóðakerfið og fleira, þetta snýst um að hugsa upp á nýtt alveg frá grunni„,segir Halldóra. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila