Sköpum okkar eigin hamingju með jákvæðu hugarfari

Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur.

Hægt er að hafa góða stjórn á hversu hamingjusamur maður vill verða með þeirri einföldu leið að temja sér jákvætt hugarfar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hildar Þórðardóttur þjóðfræðings og ferðalangs í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Hildur sagði í þættinum að hægt væri að temja sér jákvætt hugarfar með ýmsum leiðum “ til dæmis geturðu ákveðið að þegar þú vaknar að komandi dagur verði skemmtilegur og þá ferðu ósjálfrátt að horfa eftir því skemmtilega og jákvæða sem rekur á fjörur þína þann daginn„,segir Hildur. Í þættinum sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan segir Hildur meðal annars frá ferðalögum sínum og áhugamálum.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila