Skora á þingmenn að hafna þriðja orkupakkanum

Samtökin Orkan okkar hafa sent áskorun á alla þingmenn þar sem skorað er á þá að hafna þriðja orkupakkanum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum vegna málsins segir meðal annars „
Ódýr og örugg raforka er undirstaða góðra lífskjara í landinu. Raforkan er afurð náttúruauðlinda landsins okkar og afar mikilvægt að allar ákvarðanir sem teknar eru í raforkumálum þjóni hag þeirra sem hér búa.
Í dag eru 90% raforkuframleiðslunnar í eigu þjóðarinnar, hrein og endurnýjanleg. Raforkuverð er hér mun lægra og stöðugra en almennt í ríkjum ESB. Þetta er einstök og öfundsverð staða en hana þarf að verja. Markmið orkupakkanna er að efla vald ESB í orkumálum á svæðinu, auka markaðsvæðingu og samtengingu raforkukerfa milli landa. 
Varast ætti að innleiða löggjöf sem sniðin er fyrir aðstæður í orkumálum sem eru mjög frábrugðnar þeim sem við búum við á Íslandi.
Þá segir einnig í tilkynningunni “ Með orkupökkum ESB skerðist sjálfsákvörðunarréttur Íslands í raforkumálum. Löggjöfin er samin af ESB og tekur því ekki mið af vilja íslenskra kjósenda, auk þess sem hluti löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds í orkumálum flyst úr landi. Orkupakkar ESG grafa því undan sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar um eigin auðlindir og geta haft ófyriséð áhrif á lífskjör í landinu.“.
Hér fyrir neðan má sjá skorunina í heild sinni
Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).
Beinið þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB

Athugasemdir

athugasemdir

Deila