Skotárásir tíðari í Svíþjóð en öðrum löndum Evrópu

Skotárásir eru mun tíðari á sænskri grundu en í öðrum löndum Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem greint var frá á sænsku útvarpsstöðinni Radio 4. Í skýrslunni greina höfundarnir frá því að ástandið í Svíþjóð sé orðið svo slæmt að stutt sé í að ástandið verði sambærilegt ástandinu í Mexíkó þar sem glæpaklíkur og lögregla takast og glæpaklíkur takist á sín á milli um yfirráð sölu og dreifingarsvæða á fíkniefnum. Þá segir í skýrslunni að í Svíþjóð verði 4-5 sinnum fleiri skotárásir sem leiði til dauða en í Noregi og Þýskalandi ef tekið er mið af fólksfjölda. Eins og komið hefur fram hafa lögregluyfirvöld í Svíþjóð miklar áhyggjur af mikilli aukningu glæpa og erfitt hefur reynst að takast á við vandann, auk þess sem afar fá mál enda fyrir dómi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila