Skotbardagi í sænskum kirkjugarði

Lögreglan í Malmö fékk á mánudagskvöld tilkynningu um að skothvellir bærust frá kirkjugarðinum  við Arlövs kirkju. Þegar lögreglan kom á staðinn hitti hún þar fyrir tvo menn klædda í skotheld vesti sem sögðu að á sig hefði verið ráðist. Athygli vakti að mennirnir voru báðir ósærðir og ekki sást til meintra árásarmanna. Lögregla vísaði mönnunum úr kirkjugarðinum og lokaði svæðinu, en málið er í nánari rannsókn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila